Myndir

Beautiful setting, quite remote and fantastic scenery! The hostess was wonderful, kind and welcoming. Food was fantastic!!! My best 2 days in Iceland.

PETER - CALIFORNIA

Arðbært og aðlaðandi ‘Boutique’ hótel, með framúrskarandi orðspor til sölu.

Hrífunes Guesthouse er lítið gæða hótel sem býður uppá einstakt umhverfi og persónulega þjónustu sem miðuð er fyrir gesti sem vilja njóta þess besta sem Ísland hefur að bjóða.

Yfirgnæfandi meirihluti gesta eru erlendir ferðamenn sem sækjast eftir að upplifa íslenska náttúru og gestrisni.

Hótelið er að stærstum hluta nýlega byggt, en heildarstærð bygginga er 634 m2 og telur 12 gestaherbergi, eina tveggja herbergja 80 m2 íbúð (fyrir gesti), eitt herbergi sem hefur verið leigt leiðsögumönnum, 3 starfsmannaherbergi og eina starfsmannaíbúð (stúdíó-íbúð) ásamt sameiginlegri aðstöðu, eldhúsi, setustofu og matsal, en hótelið tekur 32 matargesti í sæti. Auk þess er 80m2 bílskúr og geymsluhúsnæði, hluti af nýjustu viðbyggingu hótelsins.

Í dag er hótelið rekið sem hluti af starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Look North ehf. en fyrirhugað er að selja hótelið og rekstur þess, ásamt tilheyrandi lausafé, út úr Look North ehf.

Umhverfi og fasteignir eru í mjög góðu ásigkomulagi. Reksturinn hefur gengið vel og hótelið hefur verið innréttað og búið á mjög skemmtilegan og persónulegan hátt sem fellur gestum þess vel í geð.

Áhugasömum er bent á að senda fyrirspurn á netfangið fyrirspurn@looknorth.is

STAÐSETNING

Hrífunes Guesthouse
Hrífunesi, 881 Kirkjubæjarklaustri

Áhugasamir vinsamlega hafið samband á netfangið

fyrirspurn@looknorth.is

Kort