Haust 2020

Haust 2020

Varðeldur og villibráð - HAUST 2020

Skemmtilegar þriggja daga helgarferðir fyrir litla og meðalstóra hópa í Hrífunes í Skaftárhreppi í október.

Við ætlum að bjóða upp á göngu- jeppa- og matarupplifunarferðir fyrir litla og meðalstóra hópa í Hrífunes í Skaftárhrepp (fimmtudaga – sunnudags) í október, þar sem boðið verður upp á dagsferðir um svæðið sem innihalda léttar göngur og útivist ásamt dásamlegum matarveislu í hinu margrómaða gistihúsi – Hrífunes Guesthouse.
Notast verður við breytta fjallajeppa í dagsferðunum um svæðið og ýmsir leynistaðir heimsóttir sem eru mörgum Íslendingum ókunnir.
Ferðirnar leiða Haukur Snorrason ljósmyndari og leiðsögumaður og Hinrik Bjarnason leiðsögumaður og tónlistamaður.

Fimmtudagur
Fólk kemur sér á eigin vegum í Hrífunes Guesthouse í Skaftártungu og mætir kl. 16-19.
Kvöldverður er borinn fram kl. 19:30 og mun Haukur/Hinrik fara yfir dagskrá komandi daga.
Gisting: Hrífunes Guesthouse
Máltíðir: Kvöldverður

Föstudagur
Öldufellsleið – Mælifell – Rauðubotnar - Axlarfoss

Eftir morgunmat ökum við upp á Fjallabak syðra. Við förum lítt þekkta leið fram hjá Öldufelli, bak við Mýrdalsjökul og virðum fyrir okkur fallega fossa s.s. Hólmsárfossa. Við skoðum eitt fallegasta fjall Íslands, Mælifell,  þar sem það trónir á miðjum svörtum Mælifellssandinum íklætt grænum mosa. Frá Mælifelli ökum við sem leið liggur yfir Hólmsánna að Rauðubotnum. Gengið er meðfram fossaröð inn í Rauðubotna og uppá gíginn rauða, en þaðan er frábært útsýni yfir Hólmsárlón og inná Mælifellssand sem og Mýrdalsjökul. Gangan tekur 3-4 tíma. Við ökum Snæbýlisheiði heim í Hrífunes og skoðum Axlarfossi á leiðinni.
Gisting: Hrífunes Guesthouse
Máltíðir: Morgunmatur, hádegisnesti og kvöldverður

Laugardagur
Álftaversfjara – hannyrðabóndi -  leynifoss
Við byrjum daginn á að aka í afskekkta fjöru neðan við Álftaver, þar er margt skemmtilegt að sjá og m.a. gamalt skipsflak sem stendur uppúr sandinum sem og skipbrotsmannaskýli. Við kíkjum í heimsókn til hannyrðabóndans Kiddu, þiggjum þar kaffi, kleinur og borðum hádegisnestið okkar. Kidda mun segja frá feldfé og þelull og sýna okkur handverk unnið úr henni. Það er aldrei að vita nema Kidda fræði okkur einnig um dulmögnuð fyrirbæri frá hennar heimahögum. Frá Kiddu höldum við að aflraunasteinunum á Mýrdalssandi og skoðum húsarústir frá 14. öld, sem nýlega fundust á sandinum. Við endum daginn á léttgöngu að leynifossi á Mýrdalssandi. Í Hrífunesi verður boðið upp á villibráð og munum við kveikja varðeld um kvöldið. Á kvöldverðamatseðlinum má m.a. finna gæs (ferska og reykta),  reyktan svartfugl, gæsalifrarmús, lambakjöt og sjóbirting úr héraði.
Gisting: Hrífunes Guesthouse
Máltíðir: Morgunmatur, hádegisnesti og kvöldverður

Sunnudagur
Morgunmatur kl. 8-10 og útritun kl. 11:30

Lágmarksfjöldi farþega í ferðina er 8 manns.

Dagsetningar:

1.-4. október – 4 sæti laus

8,-11. október – Laus sæti

15.-18. október – Uppselt

22.-25. október – Laus sæti

29. okt – 1. nóvember – Laus sæti

Verð er 89.500 kr. á mann í tvíbýli, 106.500 kr. í einbýli og 79.500 kr. á mann í þríbýli.
Aldurstakmark í ferðina er 14 ára.

Innifalið í verðinu er tveggja daga ferð á breyttum fjallajeppa með leiðsögn, gisting í  þrjár nætur í Hrífunes Guesthouse, sem og allar máltíðir (morgunmatur, hádegisnesti og kvöldverður).

Gistihúsið í Hrífunesi hefur getið sér gott orð fyrir framúrskarandi mat og persónulega þjónustu. Gisthúsið er margverðlaunað á bókunarsíðum s.s. Booking.com, TripAdvisor og Airbnb. Gistihúsið hlaut árið 2019 verðlaun frá Skaftárhreppi fyrir fallegt umhverfi og góða kynningu á náttúru svæðisins.  Það verður enginn svikinn af kvöldverðarhlaðborðinu í Hrífunesi þar sem Hadda Björk Gísladóttir og hennar samstarfsfólk býður upp á íslenskar afurðir heimaeldaðar á framandi og skemmtilegan hátt. Villibráð mun verða á boðstólum á laugardagskvöldinu en einnig verður tryggt að grænmetisætur munu finna ýmsar góðar kræsingar.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagskránni í takt við veðurspár.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir til hadda@hrifunesguesthouse.is

Beautiful setting, quite remote and fantastic scenery! The hostess was wonderful, kind and welcoming. Food was fantastic!!! My best 2 days in Iceland.

Peter - California