Sumar 2020

Sumar 2020

Vortilboð 2020 til Íslendinga - GISTING

VORTILBOÐ

Hrífunes Guesthouse í Skaftártungu býður upp á sveitadvöl í einstöku umhverfi.

info@hrifunesguesthouse.is

Gistihúsið er þekkt fyrir persónulega þjónustu og dýrindis heimaeldaðan mat og er margverðlaunað á bókunarsíðum s.s. Booking.com, TripAdvisor og Airbnb. Gistihúsið hlaut árið 2019 verðlaun frá Skaftárhreppi fyrir fallegt umhverfi og góða kynningu á náttúru svæðisins. Nýlega gáfu eigendur þess, Hadda Björk Gísladóttir lífeindafræðingur og matgæðingur og Haukur Snorrason ljósmyndari og leiðsögumaður út veglega uppskrifta -og ljósmyndabók; Our Land, food and photography.

VERÐ FYRIR GISTINGU

Tveggja manna herbergi með sér baði 14.000 án morgunverðar
(uppfærsla í superior herbergi 3000 kr./nótt)

Þriggja manna með sér baði 18.000 án morgunverðar

Fjölskylduherbergi fyrir allt að 6 í gistingu (þetta tilboð er eingöngu ætlað fjölskyldum með börn)
20.000 án morgunverðar fyrir tvo fullorðna og 2 börn í gistingu.
Auka uppábúið rúm 3500 krónur/barn.

Morgunverður í boði fyrir 1250/fullorðin, börn 12 ára og yngri borga ekki.

KVÖLDVERÐUR
Í kvöldverðarhlaðborðinu verður boðið upp á íslenskar afurðir sem eldaðar eru á framandi og skemmtilegan hátt með öllum heimsins kryddum. Villibráð mun einnig verða  á boðstólum og við tryggjum jafnramt að grænmetisætur munu finna ýmsar góðar kræsingar.

Verð/mann kr. 5500. Kvöldverðurinn er tveggja rétta með kaffi og sætindum á eftir. Börn 12 ára og yngri borða frítt.

Dvalargestir geta tekið með sér eigin áfenga drykki.

GISTING Í ÍBÚÐ
Í Hrífunes Guesthouse er einnig gullfalleg tveggja herbergja íbúð sem tekur allt að 5 manns í gistingu. Íbúðin er með fullbúið eldhús, borðstofu og stofu og hægt er að leigja hana án þjónustu eða kaupa morgunmatinn aukalega.
Verð/nótt 30.000 kr. og 35.000 kr með morgunmat.

Sveitadvölin hentar einkum fjölskyldum og litlum vinahópum.  Gistihúsið getur tekið hámark 30 manns í gistingu.
 

DAGSFERÐ UM SVEITINA


Haukur Snorrason, sem er ljósmyndari og leiðsögumaður mun bjóða upp á dagsferðir um nágrenni Hrífuness.  Í ferðinni verður farið yfir eldfjallasögu svæðisins og ýmsir leynistaðir heimsóttir sem eru mörgum ókunnir. Einnig verður farið í létta göngu sem hentar vel fjölskyldum með stálpuð börn.

Dagsferðin tekur 6-7 klt. Fjöldi farþega er að hámarki 9 manns.

Verð/sæti kr. 12.500. Lágmarksfjöldi farþega er 6 manns.

Þú færð allar frekari upplýsingar og bókar gistingu og kvöldverð á info@hrifunesguesthouse.is  eða með því að hringja í 8635540/8632326

Tilboðið gildir frá 30. april – 30. júní 2020

 

 

 

 

 

 

The food was delicious, best skyr we had all trip. Room was comfortable and clean. Overall our favourite night in Iceland.

Lucnic186338 - Tripadvisor