Special Offer

Special Offer

15.03.2020

Vortilboð 2020 til Íslendinga

Hrífunes Guesthouse í Skaftártungu býður upp á sveitadvöl í einstöku umhverfi ásamt dýrindis kvöldverði.

Gistihúsið er þekkt fyrir persónulega þjónustu og góðan mat. Eigendur þess, Hadda Björk Gísladóttir lífeindafræðingur og matgæðingur og Haukur Snorrason ljósmyndari og leiðsögumaður gáfu nýlega út veglega uppskrifta -og ljósmyndabók; Our Land, food and photography.

TILBOÐ
Á vormánuðum 2020 verður boðið upp á gistingu og kvöldverð og mun nýútkomin uppskrifta- og ljósmyndabók fylgja frítt með öllum herbergjapöntunum þeirra sem gista í tvær nætur eða lengur.

Verð/nótt með morgunmat fyrir tveggja manna herbergi er kr. 18.000 (16 þús án morgunverðar) og fyrir þriggja manna herbergi kr. 23.000 (20 þús án morgunverðar).

Við erum einnig með gullfallega tveggja herbergja íbúð sem tekur allt að 5 manns í gistingu. Íbúðin er með fullbúið eldhús, borðstofu og stofu og hægt er að leigja hana án þjónustu eða kaupa morgunmatinn aukalega.
Verð/nótt 30.000 og 34.000 með morgunmat.

KVÖLDVERÐUR
Í kvöldverðarhlaðborðinu verður boðið upp á íslenskar afurðir sem eldaðar eru á framandi og skemmtilegan hátt með öllum heimsins kryddum. Villibráð mun einnig verða  á boðstólum og við tryggjum jafnramt að grænmetisætur munu finna ýmsar góðar kræsingar.

Verð/mann kr. 5500. Kvöldverðurinn er tveggja rétta með kaffi og sætindum á eftir. Börn 12 ára og yngri borða frítt.

Dvalargestir geta tekið með sér eigin áfenga drykki.

Sveitadvölin hentar einkum fjölskyldum og litlum vinahópum.  Gistihúsið getur tekið hámark 30 manns í gistingu en við munum takmarka fjölda gesta við 16 manns svo skilyrði sóttvarnarlæknis um hæfilega fjarlægð á milli hópa á matmálstímum verða uppfyllt.
 

DAGSFERÐ UM SVEITINA
Haukur Snorrason, sem er ljósmyndari og leiðsögumaður mun bjóða upp á dagsferðir um nágrenni Hrífuness.  Í ferðinni verður farið yfir eldfjallasögu svæðisins og ýmsir leynistaðir heimsóttir sem eru mörgum ókunnir. Einnig verður farið í létta göngu sem hentar vel fjölskyldum með stálpuð börn.

Dagsferðin tekur 6-7 klt. Fjöldi farþega er að hámarki 9 manns.

Verð/sæti kr. 12.500. Lágmarksfjöldi farþega er 6 manns.

Þú færð allar frekari upplýsingar og bókar gistingu og kvöldverð á info@hrifunesguesthouse.is  eða með því að hringja í 8635540/8632326

Tilboðið gildir frá 1. april – 31. maí 2020

 

 

 

 

 

 

Honestly, the best place we stayed at during our one week in iceland. The place reminds me of a provencial life with its antiques, cameras, and decor. The breakfast was simply one of the best meals I've had in Iceland. Super clean, comfy, and accommodating. It was our favorite place to stay and we highly recommend it to others traveling in South Iceland.

Mark - USA